Sóley í Bleika Húsinu

Í sumar fluttum við verslunina og skrifstofuna úr heimabæ mínum, Hafnarfirði, yfir á Hólmaslóð í Reykjavík. Okkur stelpunum hjá Sóley finnst svo skemmtilegt að vörumerkið okkar sé partur af uppbyggingu í þessu spennandi hverfi þar sem að íslensk hönnun, nýsköpun og listir fá að njóta sín.  

Það er svo mikið um list og sköpunarkraft í kringum okkur hérna þ.m.t. Marshall-húsið, Þúfan eftir Ólöfu Norðal, listasmiðjur og veggverk. Við vildum leggja okkar af mörkum og fannst spennandi að taka þátt í þessari hverfismenningu og ákváðum að fá listamanninn Narfa Þorsteinsson lið með okkur með útlit verslunarinnar. Narfi vinnur mikið við veggjalist og að brúa bilið milli list og iðnaðar.

Ljúfur bleikur litur varð fyrir valinu, sem sker sig úr í iðnaðarhverfinu og handmálaði Narfi íslenskar jurtir á framhlið hússins. Teikningarnar eru upphaflega eftir Gest Guðmundsson. 

Sóley Organics Grandi

Okkur þykir vænt um þau góðu og jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið frá viðskiptavinum og gestum sem koma og heilsa upp á, versla og fá áfyllingar. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem fyrst!

Nánari upplýsingar um áfyllingar HÉR