NÝTT ÚTLIT - NÝ HÖNNUN

Við erum spennt að deila með ykkur smá innsýn á nýrri hönnun og útliti á vörunum okkar. Þar sem eitt af okkar gildum er gagnsæi þá höfum við lagt okkur fram við að kynna fyrir ykkur nýjar vörur og útlit og fá viðbrögð frá okkar kúnnum. Við höfum prófað eitt og annað og þykir alltaf jafn vænt um að heyra hvað ykkur finnst. 

 

Nýja grafíkin á umbúðunum endurspeglar mismunandi jurtir af okkar kjarnablöndu, ásamt upptalningu af helstu hráefnunum framan á umbúðunum. Við höldum að sjálfsögðu áfram að skrá öll hráefni og innihald á bakhlið flöskunnar.

 

Þar sem við erum vistvænt og náttúrulegt vörumerki þá munum við selja það sem er til á lager fyrst til að forðast sóun og þess vegna mun taka einhvern tíma að uppfæra alla línuna. Við tökum þetta í skrefum og hlökkum til að halda upp á heildarútlitið þegar hver og ein vara er komin í nýjan búning. Fyrsta varan var að koma á markað sem er Birkir, sjampó og sturtusápa.

SÓLEY ORGANICS NÝ HÖNNUN

Hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst.