Skilmálar og afgreiðslur vefpantana

Upplýsingar um afgreiðslu vefpantana: 

Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 9.990 kr. 

Pantanir er tíndar alla virka daga á milli kl. 12 og 14.

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu:

Heimakstur: Allajafna er afhending samdægurs ef pantað er fyrir kl 11, á 1350 kr. annars fer það í heimkeyrslu næsta virka dag.

Sækja: Hægt er að sækja pantanir í vöruafhendingu Samskipa Kjalarvogi 7-15 alla virka daga gjaldfrjálst. 

Opnunartími Samskipa: mán - fim: 08:00 til 16:00 og fös: 08:00 til 15:00.

Allajafna er að sækja samdægurs ef pantað er fyrir kl 11, annars er sendingin tilbúin eftir kl 14 daginn eftir.

Pantanir utan höfuðborgarsvæðis: 

Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru afhentar á nálægasta afhendingarstað Samskipa. Sendingin fer af stað frá Samskip samdægurs ef pantað er fyrir kl 11. annars fer sendingin af stað næsta virka dag.

 

Skil og/eða endurgreiðsla

Ef þú lendir í vandræðum með pöntunina þína eða vöruna, vinsamlegast hafið samband og við endurgreiðum vöruna, eða sendum þér nýja. Hafðu samband.

Við viljum að þú fáir vöruna í fullkomnu standi. Ef vörurnar hafa skaddast á leiðinni til ykkar, vinsamlegast látið okkur vita svo við getum bætt flutninga ferlana hjá okkur.

Upplýsingar og verð

Verð á vefsvæði soleyorganics.is og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Persónuvernd/Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.