Áfyllingar á Sóley vörum

Okkar markmið er að allir noti húð- og hárvörur sem eru góðar fyrir þig og umhverfið. Allar okkar vörur eru umhverfisvænar og 100% náttúrulegar. Við notum aðeins innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert.

Liður í því að vernda umhverfið er að bjóða upp á áfyllingar á umbúðirnar þegar varan klárast á lægra verði.

Við biðjum viðskiptavini að gæta að því að koma með umbúðirnar hreinar og þurrar þegar fyllt er á.

Hvar eru áfyllingar í boði?

Áfyllingar eru í boði í verslun/skrifstofu okkar Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík. Einnig er boðið upp á áfyllingar hjá eftirfarandi endursölu aðilum 

Heilsuhúsið, Kringlunni, 103 Reykjavík

ÍslandsapótekLaugavegur 53b, 101 Reykjavík

Matarbúðin Nánd:

Austurgata 47, 220 Hafnarfjörður
Básvegi 10, 230 Reykjanesbær

Vistvæna búðin, Brekkugata 3, 600 Akureyri 

Útgerðin, Ólafsbraut 12, 355 Ólafsvík

Hagkaup: 

Skeifunni 15, 108 Reykjavík
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi
Litlatúni, 210 Garðabæ

 

Með aukinni eftirspurn eru sífellt fleiri verslanir að skoða þennan möguleika í sínum verslunum og/eða að bæta í úrval sitt af áfyllingum.

 

Hvaða vörur er hægt að fá í áfyllingu?

Eftirfarandi vörur er hægt að fá í áfyllingu: Lóu handsápu og handkrem, Lóuþræl handsápu og handspritt, Varma línuna (shampoo, næring, sturtusápa og líkamskrem), Blæ línuna (shampoo, næring, sturtusápa og líkamskrem), Græði sjampó og næringu, Birki sjampó, Eygló andlitskrem, Glóey andlitsskrúbbur, Steiney andlitsmaski, Hrein hreinsimjólk, Nærð andlitsvatn.

Þessar vörur eru allar til í áfyllingar á Hólmaslóð 6, 101 Rvk, en úrvalið er síðan mismunandi eftir endursöluaðilum og plássi í hverri verslun.

 

Afhverju að nota okkar vörur?

Sóley Organics framleiðir hágæða lífrænar og náttúrulegar húð og hársnyrtivörur á Íslandi. Við notum aðeins bestu fáanlegu hráefni í okkar vörur og trúum því heilshugar að notkun náttúrulegra snyrtivara stuðli að betri vellíðan fyrir þig og jörðina okkar.

Allar okkar vörur innihalda handtíndar, lífrænt vottaðar íslenskar jurtir sem gerir virkni þeirra einstaka. Vörurnar okkar eru allar framleiddar á Íslandi með endurnýtanlegri orku og allar okkar umbúðir er hægt að endurnýta eða endurvinna. 

Hrein vellíðan, hrein jörð.