MIÐSUMARSDRAUMUR

Við héldum draumkennda gyðjusamkomu í þemu Miðsumarsdraums í húsnæðinu okkar á Hólmaslóð 6, Reykjavík með áhrifavöldum og öðrum glæsikonum borgarinnar í fullkomnu sumarveðri. 

Mikið hefur verið um Miðsumars veislur undanfarið og okkur fannst Miðsumarsdraumur, eða Draumur á Jónsmessu eins og titillinn er þýddur á íslensku eftir Shakespeare eiga vel við vörumerkið - þar sem Sóley er leikkona (ásamt því að vera frumkvöðull og athafnakona). 

Draumur á Jónsmessu fjallar um ævintýralegan álfaheim, gleði og töfra. Í boðinu var spjallað um drauma og gæði svefn - sumar konurnar skörtuðu augngrímu sem höfuðskraut og aðrar með blómakransa frá Blómaval. Allar fóru heim með gjöf til að ýta undir sætan svefn - sem innihélt róandi te, litla bók um undirbúning góðs svefns og Værð kodda mist, sem er ný vara frá okkur.  

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana sá um ferskar og fallegar veitingar og DJ Sóley hélt uppi stemmningunni. Sólberja Tanqueray Gimlet og 0% Tanqueray drykkir með jurta ívafi voru í boði. Lagt var upp úr því að nýta villtar íslenskar jurtir og flóru eins Sóley, Lúpínur og Birki í anda Sóley Organics og sett í stóra vendi sem tóku sig vel út í leirvösum. 

Við kynntum nýja útlitið á vörunum okkar með teikningum eftir Laufeyju Jónsdóttur hjá Koncept Reykjavík Auglýsingastofu. Eins og margir vita þá eru Sóley vörurnar unnar og framleiddar á Íslandi, úr villtum og handtýndum jurtum - allt innihald er samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evrópu) og hafa allar vörurnar náttúrulega eða lífræna vottun.

 

 Lesa greinina á Vísir