Kynning á Sóley Teyminu - Freydís Karlsdóttir

Freydís Karlsdóttir er Sölustjóri hjá Sóley

Uppáhalds Sóley vörur og af hverju?

Eygló andlitskrem - svo rakagefandi, græðandi og kemur jafnvægi á mína húð, Birta eye gel - ég sé mikinn mun á húðinni í kringum augun eftir að við bættum formúluna, gefur góðan raka og hreinlega sá ég draga úr línum á svæðinu milli augabrúnanna en ég dreifi úr restinni þar á milli. Blær líkamskrem - svo rakagefandi og róandi fyrir húðina mína.

Hvað er vellíðan fyrir þér?

Vellíðan fyrir mér er jafnvægi, þá helst andlegt jafnvægi. Þá spilar saman hreyfing, útivera, samvera með góðu fólki og hollur matur en stundum líka bara að einfalda lífið og gera ekki neitt. 

Hvað gerir þú um helgar?

Um helgar elska ég að hitta fólkið mitt, borða góðan mat, vera úti, horfa á Heru dóttur mína keppa í fótbolta, sinna heimilinu, slaka á og gera ekkert.

Besta ráð sem þú notar allt að daglega sem mamma þín gaf þér?

Mamma lagði alltaf áherslu á hollan morgunmat og það hefur fylgt mér í gegnum tíðina.

Ertu með morgun rútínu?

Ég byrja daginn alltaf á vatnsglasi, fæ mér svo kaffi og sest og kíki á fréttir sem er alltaf best áður en allir vakna sem gerist annað slagið. Ég er morgun manneskja svo að þetta er minn tími.

Uppáhalds bíomynd og bók?

The boy in the Striped Pyjamas er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og svo elska ég bækurnar um Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Umhverfisaðgerðir sem eru þér mikilvægastar?

Að vera meðvitaður, gera sitt besta á sem flestum sviðum. Það er miklu betra að hafa marga sem gera eitthvað heldur en fáa sem gera allt. Svo skora ég á alla sem lesa þetta að nýta sér áfyllingarþjónustuna okkar hjá Sóley, það þýðir að þú ert að endurnota fínu brúsana sem þú kaupir aftur og aftur. Það er blóðugt að henda hverjum brúsanum á fætur öðrum þegar hægt er að fylla þá aftur af gæða hráefni fyrir minni pening.

Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?

Fjölskyldan og íslenska vatnið.

Uppáhalds heimsborg?

Mér þykir voða vænt um London en ég bjó þar í gamla daga. Mér líður líka bara vel í þessum evrópsku borgum sem geyma söguna og menninguna í fallegum byggingum og minnisvörðum svo eitthvað sé nefnt. Feneyjar eru ógleymanlegar en þangað ferðaðist ég með fjölskylduna 2019. 

Veitingastaður í uppáhldi? 

Von Mathús í Hafnarfirði er minn uppáhaldsstaður, þar er alltaf ferskt hráefni og dásamleg þjónusta. 

Hvað eldarðu mest? 

Mig langar til að segja að ég sé þónokkuð fjölbreyttur kokkur en ég fæ æði fyrir einhverjum réttum sem eru innblásnir af einhverjum löndum, vinn með þá í einhvern tíma, þróa og fæ svo æði fyrir næsta. Gleymi svo hvað ég var að gera því að ég á erfitt með að fara eftir uppskriftum og skrifa aldrei niður. Ég er því í raun svolítið oft á byrjunarreit með aðeins meira af kryddum í skúffunni.