Spörum sporin og skildinginn!
Í sameiningu fögnum við vistvænum lífsstíl og spörum i leiðinni. Þetta gæti ekki verið einfaldara því Sóley áfyllingarstöð hefur verið sett upp í Hagkaup Kringlunni, Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. Núna getur þú fyllt á og endurnýtt alla þína Sóley brúsa á meðan þú verslar í matinn.
Mættu með tóma Sóley brúsann þinn og starfsmaður Hagkaupa hjálpar þér að fylla á hann. Ekki nóg með það, heldur færðu vöruna 25% ódýrari en að kaupa nýja vöru.
Hægt er að fylla á handsápur og allar hár og baðvörur. Sóley vörurnar eru framleiddar á Íslandi með fersku íslensku vatni, villtum íslenskum jurtum og vandlega völdum lífrænum ilmkjarnaolíum.
Aðeins er notað hráefni sem samþykkt er af Ecocert og hugað er að náttúrunni í gegnum allt framleiðsluferlið. Jurtirnar eru handtýndar þegar þær eru kraftmestar, villtar og hreinar.
Núna er aldeilis tími til þess að einfalda lífið með náttúruna í huga. Ekki bara versla vistvænt, heldur vörur sem hægt er að endurnýta og núna höfum við þá þjónustu sem stuðlar að vistvænum lífsstíl í Hagkaup.
Sjáumst á áfyllingarstöð Sóley í Hagkaup!