Fimm húðráð í kuldanum

Svona styrkir þú og verndar húðina í vetrarkuldanum.

Það er mikilvægt að hlúa vel að húðinni í vetrarkuldanum. Við mælum með því að næra húðina innan sem utan og draga úr ásýnd fínna lína í leiðinni. 

VATN

Við vitum flest að vatnsdrykkja er holl og nauðsynleg þó að það virðist vera skortur á rannsóknum sem sýna fram á að vatnsdrykkja hafi áhrif á raka húðarinnar. Hins vegar lítum við mun betur út og okkur líður betur þegar við drekkum góða vatnið okkar. Fólk sem drekkur sykur- og koffíndrykki í stað vatns á það til að vera með slappa og þreytta húð. Við eigum það líka til að drekka minna vatn þegar það er kalt úti en við viljum minna á að þamba góð 8 glös á dag í vetrarkuldanum. 

HITI 

Það er ekki bara notalegt að sitja í heitum pottum á veturna heldur gott fyrir skrokkinn, sem á það til að stirðna í kuldanum. Munum samt eftir því að stoppa við í kalda pottinum til að hressa upp á húðina og loka svitaholunum. Við elskum líka að fara í heita jóga tíma og staldra við í gufuböðum en við höldum okkur frá hitanum í sturtunni og mælum með að fara í volga sturtu til að róa húðina og draga úr roða og þrota. 

ENDURNÝJUN

Kuldinn getur haft þau áhrif á húðina að hún verður líflaus, þurr og með ójafna áferð. Glóey andlitsskrúbbur er öflug formúla sem er djúphreinsandi, hraðar endurnýjunarferli húðfrumna og jafnar áferð húðarinnar. Í Glóey eru marðir ólífukjarnar, mynta og handtíndar, villtar, íslenskar jurtir sem vinna saman í að endurvekja náttúrulegan ljóma og endurnýjun húðarinnar. 

BÆTA VIÐ LÖGUM

Við erum mikið fyrir húðumhirðu í lögum - til þess að auka þéttleika og jafna áferð húðarinnar. Eftir að við hreinsum húðina í morgunsárið þá mælum við með örþunnu lagi af Nærð andlitsvatni til þess að róa húðina. Næst berum við á okkur tvo dropa af Birtu andlitsserum. Birta hefur að geyma hafþyrni, birki og vallhumal - sem þéttir og endurnærir húðina. Svo er það andlitskremið Eygló - sem inniheldur mikið af andoxunarefnum, einstaka blöndu af kvöldvorrósarolíu og handtíndum villtum íslenskum jurtum sem næra, mýkja og styrkja húðina. Að lokum berum við á okkur náttúrulega sólarvörn til að verja húðina gegn bæði sterkri sól og köldum vindum. 

ÓLÍFUOLÍA

Ólífuolía spilar ekki eingöngu stórt hlutverk í matargerð heldur er hún einnig bólgueyðandi undur sem oft er notað það til þess að huga að húðsjúkdómum. Hollywood-stjarnan Sophia Loren var þekkt fyrir að baða sig í olíunni. Þó svo að ólífuolía sé full af andoxunarefnum og þykir vera góð til þess að bera beint á húðina, þá er ekki síðra að að sötra hana til þess að fá áhrifin innanfrá. Ef þér finnst of mikið að taka létt morgun skot af ólífuolíu - bættu þá við 1-2 matarskeiðum í morgunshristinginn. 

Styrking og verndun húðarinnar yfir veturinn er grunnurinn að ferskri og líflegri húð. 

Skoða andlitsvörur í netverslun

Icelandic skincare Soley