- MORGNAR. Streita og álag getur valdið því að húðin verður þurr og dauf. Morgun hugleiðsla eða að skrifa í morgun-dagbók getur haft góð áhrif á sjálfið og hvernig við bregðumst við áreiti dagsins. Að byrja daginn í rólegheitum getur þess vegna aukið rakastig húðarinnar.
- ÚTIVERA. Það að forgangsraða þinni vellíðan með göngutúr eða annarri útiveru, á undan verkefnalista og annarri ábyrgð, getur haft veruleg áhrif á andlega heilsu. Rannsóknir hafa sannað það að útivera í aðeins tvær klukkustundir á viku er næg til þess að auka vellíðan og minnka kortisól magn.
- LÍKAMSRÆKT. Regluleg líkamsrækt bætir ekki aðeins svefngæði heldur einnig magn. Hvernig hreyfingin er skiptir ekki máli, heldur hversu ánægjuleg hún er. Veldu þér frekar líkamsrækt sem þér finnst skemmtileg og ekki vera að spá í hvað þykir vinsælt. Því meira sem þú nýtur þess - því meira munt þú æfa. Og því meira sem þú æfir - því lengur getur þú sofið.
-
HREINAR VÖRUR. Við hjá Sóley horfum á heildarmyndina varðandi viðhald og uppbyggingar fallegrar húðar. Við elskum áhrifaríkar og vel lyktandi lúxus vörur. Að nota hreinar og náttúrulegar vörur þýðir ekki að þær séu ekki eins áhrifamiklar. Sumir halda að náttúrulegar snyrtivörur dragi ekki úr áhrifum öldrunar, en eins og við vitum þá er áhrif íslenskrar náttúru mjög öflug. Bæði húð- og hárvörurnar okkar eru allar unnar með náttúrulegum hráefnum sem eru nógu mildar fyrir ungabörn en samt nógu öflugar til að endurspegla árangur.
- HREIN FEGURÐ. Við höfum fjallað um ,,Greenwashing” hér á blogginu og hvernig ákveðin orð eins og „umhverfisvæn“ og „græn“ hafa ekki mikla eða sanna skilgreiningu lengur. „Hrein fegurð“ er annað hugtak sem við höfum séð misnotað. Þess vegna er mikilvægt að lesa smáa letrið og ein leið til þess að við getum treyst því að varan sé umhverfisvæn er að varan sé vottuð Ecocert eins og allar okkar vörur.