Vallhumallinn ✨

Í síðustu grein fjallaði ég um íslenska birkið og kraftinn sem það hefur að geyma. Mig langaði að halda áfram að líta í jurtasafnið okkar hjá Sóley Organics og víkur nú sögunni að Vallhumli. 

Vallhumall er ein af elstu lækningajurtum heimsins og má rekja sögu lækningamáttar vallhumalsins aftur til Trójustríðsins um 1260 fyrir Krists burð. Vallhumallinn var notaður á vígvellinum til að stoppa blæðingu og græða sár þar sem hann reyndist bakteríudrepandi.

Vallhumal er að finna víðs vegar um heiminn. Sá sem vex hér á Íslandi hefur verið notaður frá landnámi og hann talinn hafa lækningamátt sem dregur úr bólgum og hjálpar fólki með liðagigt. Eins hefur hann verið notaður til að vernda húðina gegn ofnæmisvökum og öðrum ertingum.

Við trúum því að mátturinn í vallhumli kunni að hafa góð áhrif á allar húðgerðir. Vallhumall er fullur af vítamínum og andoxunarefnum sem vernda húðina.

Að bæta vallhumli í húðrútínuna getur hjálpað húðinni að endurnýja sig, hreinsa úr svitaholunum og draga úr öldrun hennar.  Þá hefur vallhumallinn róandi og endurnærandi eiginlega sem skila sér í glóandi húð ✨

Ein af mínum eftirlætis „vallhumals“ vörum er Fersk andlitsfroðan okkar. Fersk var framleidd með unga og feita húð í huga en hún lokar svitaholum og gerir húðina slétta og mjúka. 

Um helgina ætla ég að halda jurtatínslunni áfram. Ég er ótrúlega stolt af því og hvernig sú vinna skilar sér í hreinni og náttúrulegri snyrtivöru.

Við hjá Sóley Organics viljum framleiða eins hreinar og sjálfbærar snyrtivörur og völ er á og ganga enn lengra. Framleiðsluferlið á að vera svo hreint að það skilji eftir sig hreinna og betra umhverfi 🌍 

Eigið dásamlega helgi 💚