Flestir íslendingar eru sammála um að lýsi sé allra meina bót og að þeir sem dýfa sér til sunds í villtri náttúrunni hljóti að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Margir stinga sér til sjósunds, aðrir ganga yfir holt og hæðir til að komast í ylvolga náttúrulaug. Langflestir fara hins vegar mjög reglulega í hverfissundlaugina - hvort sem það er til þess að synda nokkrar ferðir eða bara til að njóta lífsins í heita pottinum.
Það er kannski allra veðra von, en förum við í sund, allt árið um kring – í regni, sólskini, snjókomu, logni og gjólu. Nokkrir skriðsundssprettir efla vissulega þol og dug en flest okkar fara nú bara í pottinn, til að kjafta og láta okkur líða vel 🧘♂️
Það hefur verið alið í okkur flest að skella sér í sund eftir vinnu eða skóla sé auðveld og skemmtileg afþreying undir lok dags. Þetta er lífsstíll sem við höfum tileinkað okkur frá því við vorum börn enda bætir það og kætir 💯👏
Sundið er dásamlegt! Þar getum við getum sinnt félagslega þættinum og það er heilsusamlegt í þokkabót. Tveir fyrir einn! Að liggja í heitum pottum lækkar blóðþrýsting, dregur úr stressi og bólgum, eykur efnaskipti líkamans, bætir skapið og nærir sálina. Hvílík snilld! Sundmenningin okkar bætir svo sannarlega og kætir.
Gullfallegar náttúrulaugar og böð er að finna umhverfis Ísland. Ég elska að heimsækja þessa staði á ferðum mínum um landið. Allar laugarnar í litlu þorpunum, náttúrulaugarnar fyrir vestan svo ekki sé minnst á ískalda lækina og auðvitað sjóinn.
Fyrir aðeins meiri lúxus eru yndisleg böð víðsvegar á landinu. Jarðböðin og Sjóböðin fyrir norðan, Fontana og Krauma á Suðvesturlandi og Vök fyrir austan svo eitthvað sé nefnt. Þessa yndislegu baðstaði var hægt að opna vegna jarðhita í stórbrotinni náttúru Íslands. Gestum gefst líka færi á að nota ilmandi sápurnar okkar frá Sóley 🌱
LOKSINS SUND 💦
Laugarnar og baðstaðirnir hafa nú loksins opnað eftir lokanir vegna kórónuveirufaraldursins og hefur fólk staðið í biðröðum til að geta iðkað sundmenninguna góðu. Mikið sem ég hafði saknað þess – að skella mér í laugina eftir langan dag eða erfiða æfingu.
Opnun sundlauga og hlýrri veðrátta með nokkrum sólargeislum minnir mig á að mýkja og styrkja húðina. Mjúk líkamsskrúbburinn okkar er tilvalinn til þess. Hvort sem það sé í klefum sundlaugar eða bara fyrir bað eða sturtu heima við. Ég mæli með að setja hann á þurra húðina áður en þið leggist í baðið nú eða stígið inn í sturtuna.
💙Njótið sundsumarsins 💧