Kynning á Sóley Teyminu - Vala Steinsdóttir

Vala Steinsdóttir er Framkvæmdastjóri hjá Sóley

Uppáhalds Sóley vörur og af hverju?

Rosalega erfitt að velja, elska þær allar, en Varma línuna nota ég daglega í og eftir sturtu, Birta serum er næringin mín fyrir andlitið, Græðir healing balm því hann læknar allt á mettíma: bruna, sár, bólur og þurrk.

Hvað er vellíðan fyrir þér?

Vellíðan fyrir mér, er að vera með ró í hjarta, umvafin fjölskyldunni minni. Þegar maður geta sýnt náunganum skilning og virðingu þá er maður á góðum stað.

Hvað gerir þú um helgar? 

Fer í ræktina og infrared sauna á laugardagsmorgnum (hitti alltaf sama fólkið og sitjum að spjöllum um heimsmálin). Annars er ég með með fjölskyldunni minni, hittum vinafjölskyldur, förum á kaffihús, spilum og og borðum góðan mat.

Besta ráð sem þú notar allt að daglega sem mamma þín gaf þér?

Að vera jákvæð og vinaleg <3

Ertu með morgun rútínu? 

Ég sef eins lengi og hægt er <3, stekk svo á fætur, og fæ mér kaffi (möst!), fer í sturtu - nota Varma og Fersk hreinsifroðuna, ber á mig Birtu serum, klæði mig og fer svo með stelpurnar mínar í skólann, og svo í vinnuna.

Uppáhalds bók, bíomynd, eða leikrit?

Total Recall er frábær. Eleanor Oliphant is Completely Fine er svo skemmtileg bók, Elf er fyndin mynd, Tréð og Suss eru bæði verk sem ég sá í Tjarnarbíó og skildu mikið eftir sig, djúp og flott skilaboð

Umhverfisaðgerðir sem eru þér mikilvægastar?

Endurnýta það sem til er og bera virðingu fyrir móður náttúru - hún þarf ekki á okkur að halda, en við þurfum hana.

Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?

Ég elska að vera úti í náttúrunni á Íslandi! Það er alveg sérstök orka.