Kynning Á Sóley Teyminu - Sylvia Kristjánsdóttir

Sylvia Kristjánsdóttir er Grafískur hönnuður hjá Sóley

Uppáhalds Sóley vörur og af hverju

Græðir af því að ég nota hann við öll tækifæri á mig og Sölku hundinn minn og svo set ég Græði á andlitið þegar húðin er mjög léleg. Birta augngel af því að maður verður svo fallegur af því að nota það. Græðir sjampó og næring, svo gott í þessu vetrarveðri. Fersk, hreinsar húðina vel og er svo mild og góð fyrir viðkvæma húð.

Hvað er vellíðan fyrir þér?

Að vera úti, hreyfa mig, vera á skíðum, í fjallgöngu, labba með Sölku í fjörunni þar sem ég bý.

Hvað gerir þú um helgar?

Reyni að vera mikið úti, hitta fjölskyldu og vini og reyna að skipuleggja sem minnst.

Besta ráð sem þú notar allt að daglega sem mamma þín gaf þér?

Vera óhrædd og takast á við lífið lifandi.

Morgun rútína? 

Hella uppá kaffi, gefa Sölku að borða hlusta á Rás eitt og græja sig fyrir daginn.

Uppáhalds bók?

Bækur sem hafa haft áhrif á mig í tímaröð: Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren, Meistarinn og Margarita eftir Mikahíl Búlgakov, Ditta Mannsbarn eftir Martin Andersen Nexö, og Skugga- Baldur eftir Sjón. 

Umhverfisaðgerðir sem eru þér mikilvægastar?

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. 

Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?

Fjölskylda og vinir, náttúran og veðrið en það er líka það ömurlegasta :)

Uppáhalds ferðastaður? 

Frönsku Alparnir.

Veitingastaður í uppáhldi

Mér finnst best að borða með fjölskyldu eða vinum í heimahúsi. Einfaldur matur úr góðu hráefni er alltaf bestur og svo góðir eftirréttir.