Kynning Á Sóley Teyminu - Agnes Gunnarsdóttir


Agnes Gunnarsdóttir
 er Starfsnemi hjá Sóley og vinnur sem Efnishöfundur, Grafískur Hönnuður og hefur umsjón með samfélagsmiðlunum okkar. 

Uppáhalds Sóley vörur og af hverju?

Græðir handáburður er í miklu uppáhaldi. Birta augngel, hressir uppá augun og “vekur þau” og svo nota ég Varma sturtusápuna alla daga, besta lyktin og sturtan er ekki sú sama án þess.

Hvað er vellíðan fyrir þér?

Að líða vel andlega og líkamlega - að vera í andlegu jafnvægi. Að vera umkringdur því sem styrkir þig og gerir þig betri.

Hvað gerir þú um helgar?

Hitti vini, fer á kaffihús, göngutúr og slaka á.

Besta ráð sem þú notar allt að daglega sem mamma þín gaf þér?

Allir fá mismunandi verkefni í lífinu og það er undir okkur komið hvernig við tæklum þau.

Ertu með morgun rútínu?

Ég byrja daginn alltaf á einum kaffibolla og geri síðan húðrútínuna mína.

Uppáhalds bók?

Er að klára að lesa bók heitir You Are A Badass: how to stop doubting your greatness and start living an awesome life og hún er virkilega góð. Mjög  „eye-opening“ og hvetjandi.

Umhverfisaðgerðir sem eru þér mikilvægastar? 

Endurvinnsla (recycling & upcycling)

 

Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?

Ég bý í Danmerku eins og er, en það er alltaf jafn gott að koma heim til íslands í fallegu og endurnærandi náttúruna, íslenska vatnið og að hitta fjölskyldu og vini.

Uppáhalds frístaður eða land?

Ég elska Ítalíu, svo mikið fallegt til að skoða, góður matur, vín og kaffi.

Uppáhalds veitingastaðir og réttir?

Uppáhalds veitingastaðir hér í Kaupmannahöfn eru The Market Asian & Bazaar. Svo á Íslandi eru það Sumac og The Coocoo’s nest. Ég elska líka að prófa og nýja staði og ný brögð.