Hættum að henda flöskum og endurnýtum!

Eitt af þeim verkefnum sem er mér hjartans mál er að sporna gegn sóun og minnka óþarfa umbúðanotkun. Við kunnum flest að flokka rusl og fara með okkar eigin poka í matvöruverslunina en hversu oft kaupum við nýjar flöskur og umbúðir? Hversu mikið þurfum við af snyrtivörum og baðvörum? Hvað verður af öllum þessum flöskum og krukkum? 

Eins og við vitum þá er ekki allt plast endurvinnanlegt. Hins vegar er hægt að endurnýta mikið af umbúðum. Í dag er boðið upp á áfyllingar í vissum verslunum m.a. áfyllingar á þvotta- og hreinsiefnum, ólífuolíu, og hár- og snyrtivörum. Einnig eru sumir veitingastaðir farnir að bjóða viðskiptavinum að koma með eigin ílát til að nota í „takeaway “. 

Hér hjá Sóley er hægt að fylla á flestar okkar vörur - andlitskrem eins og Eygló er áfyllanlegt. Allar okkar hár og baðvörur eru áfyllanlegar. Vörurnar okkar eru framleiddar á Íslandi með fersku íslensku vatni, villtum íslenskum jurtum og vandlega völdum lífrænum ilmkjarnaolíum. Við notum aðeins hráefni sem samþykkt eru af Ecocert. Við hugsum um náttúruna í gegnum allt framleiðsluferlið og gerum okkar allra besta til að vinna í sátt við hana. Við handtýnum jurtirnar þegar þær eru kraftmestar, villtar og hreinar - vitandi að hvert blóm og hver grein er hluti af stórbrotnu vistkerfi sem við hlúum að. 

Einnig langar mig að nefna það að lúxus- og hágæðavörur eru ekki sprottnar af eyðslusemi - heldur fegurðinni sem umlykur okkur. Auðlegð er spegilmynd af sporum okkar, augnablikunum sem stöðva tímann og tengslin sem breyta því hvernig við skoðum heiminn í kringum okkur. Frá þjóðfélagslegum áætlunum, samstarfi, samtölum og hugarfari. Okkar markmið hér hjá Sóley er að umbreyta iðnaði sem hefur ekki verið best þekktur fyrir að huga að velmegun jarðar og íbúum hennar. 

Ofneysla og afgangs menning hefur leitt til alþjóðlegrar úrgangskreppu. Þó að flokkun rusls sé tæknilega vistvæn, þá er ekki allt plast og annað umbúðaefni endurvinnanlegt. Fyrir vikið hrannast úrgangur upp á urðunarstöðum og mengar jörðina okkar. Ég get ekki lengur horft á snyrtivöruumbúðir án þess að ímynda mér hvernig þær eiga eftir að enda í hafinu. Spurningin er því ekki bara að endurvinna, heldur að endurnýta.

Snyrtivörugeirinn í Bandaríkjunum framleiðir allt að 120 milljarða eininga af plastumbúðum. Umbúðir og vörur sem ekki eru nýttar eru gríðarlega stórt vandamál. Hvernig væri ef við einbeittum okkur betur að því að endurnýta umbúðir - ílát og flöskur? Það er gott að byrja á því að taka til hjá sér, skipuleggja og einfalda. Ekki bara að versla vistvænt heldur versla vistvænar vörur sem hægt er að endurnýta og nýta þá þjónustu sem stuðlar að vistvænum lífsstíl.

Sóley Elíasdóttir

Meira um áfyllingar HÉR

Endurnýtum umbúðir. Sóley Organics

 Endurnýtum umbúðir. Sóley Organics