Í okkar margbrotna heimi er magnað að sjá hvernig fólk allt í kringum mann leitast við að lifa heilsusamlegra og hreinna lífi. Mér þykir fólk alltaf í ríkara mæli leitast við að nota eins hrein og náttúruleg hráefni og völ er á, fyrir líkamann sinn og jörðina 🌍
Fyrir mér hlýtur hugsunarhátturinn sem hvetur okkur til að velja hreint og lífrænt mataræði að eiga líka við um húð okkar og hár.
Frá árinu 1830 hefur íslenska birkið verið notað til grasalækninga. Grasalæknar á árum áður, forfeður mínir, lofuðu það og dáðu og nýttu til ýmissa lækninga.
Elsku birkið hefur haldið sig hér á eyjunni í norðri síðan löngu fyrir landnám og hefur lagað sig að ýmsum breytingum hér á norðurhvelinu. Krafturinn í birkinu til að laga sig að breyttum aðstæðum, hlýtur að spila stóran sess í mættinum sem það hefur að geyma. Máttur birkisins hefur verið talinn allra meina bót og hefur birkið mikið verið notað á bólgur og í baráttunni við fjölda sjúkdóma, gigt og nýrnasteina svo eitthvað sé nefnt.
Línan milli lækninga og heilsubótar getur stundum verið óskýr, svo óskýr að ég treysti mér ekki til að reyna að fara í saumana á því. Ég valdi hins vegar að hafa birkið í hár- og húðvörum sem ég hef þróað síðan árið 2005 vegna krafsins sem birkið hefur. Vörurnar okkar hafa sýnt fram á að jurtirnar græði, styrki og endurnæri húðina. Á sama tíma hafa hárvörurnar okkar á borð við Birki nært hársvörðinn og veitt hárinu raka.
Eftir að hafa verið kennt frá blautu barnsbeini að orka jarðarinnar græði og bæti líkama og sál er tínslutímabilið uppáhalds tími ársins hjá mér. Í júní og fram á haust söfnumst við, vinir og fjölskylda saman í villtu íslensku náttúrunni og tínum jurtir til að skapa vörurnar okkar. Meðal þeirra er fallega, sterka og kraftmikla birkið 🍃
Gleðilegt tínslusumar 💚