Beint frá Hjartanu

Við hjá Sóley bjóðum ástina velkomna með 15% afslætti af öllum okkar vörum. Gefum þeim sem okkur þykir vænst um náttúrulegar snyrtivörur og vellíðan. Hvort sem þú ert að hugsa um gjöf fyrir maka, vini, vinnufélaga, fjölskyldumeðlimi eða sjálfan þig - fagnaðu ástinni með íslenskum náttúrulegum vörum. Tilboð gildir til Valentínusardags, 14. Febrúar. 

FYRIR ÞIG

Andlitsserum með virkum efnum á borð við hafþyrni, birki og vallhumal. Birta Lift & Glow serum endurnærir húðina og viðheldur náttúrulegum ljóma hennar. Berið 1-2 dropa af Birtu serum andlit og háls. Einnig tilvalið er að bæta einum dropa af Birta Serum við andlitskremið þitt ef húðin þarfnast meiri olíu. Birta serum sem gefur húðinni þessa auka næringu sem hún þarf allt árið um kring. 

FYRIR ELSKHUGANN

Handgert ilmkerti sem gefur frá sér blandaðan, ferskan og líflegan ilm. Kertið er 180 g úr repjuolíu sem gefur frá sér hreinan loga og ljúfan ilm. Ilmur af granateplum, rabbarbara og patchouli. Ljóðið sem prentað er á glasið er eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.

FYRIR VINKONUR

Andlitsskrúbbur fjarlægir húðflögur, stuðlar að endurnýjun húðarinnar og eykur vellíðan. Þessi djúphreinsandi andlitsskrúbbur stuðlar að sléttri og geislandi húð, dregur úr ummerkjum öldrunar og auðveldar húðinni að drekka í sig næringarefni og raka. Í Glóey eru marðir ólífukjarnar, minta og handtíndar, villtar, íslenskar jurtir sem vinna saman við að endurvekja náttúrulegan ljóma húðarinnar.

FYRIR MÖMMU

Lífrænt vottaður handáburður fyrir þurra og þreytta húð. GRÆÐIR handaáburður inniheldur öfluga blöndu af handtíndum, villtum íslenskum jurtum samkvæmt gamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar í margar kynslóðir. Hin fullkomna stærð sem passar í allar handtöskur. 

FYRIR PABBA 

Hannað sem sturtusápa og sjampó. Birkir er tilvalið fyrir þá sem eiga til að fá flösu. Kemur jafnvægi á hársvörðinn og gefur hár og húð frískandi tilfinningu. Náttúrulegt shampoo úr villtum íslenskum jurtum og með ilmkjarnaolíum úr piparmyntu, blóðappelsínu og greip. 

FYRIR HEIMILIР 

Lóa handsápa er áhrifarík en mild handsápa úr villtum íslenskum jurtum. Ilmandi sápan hreinsar hendurnar og mýkir þær. Lóa inniheldur blöndu af öflugum íslenskum jurtum sem vernda hendurnar fyrir veiru, kulda og þurrk. Það er æskilegt að nota handsápu með mildum sápuefnum til að vernda húðina svo að hún þorni síður eða verði sár.

FYRIR ALLA ÞÁ SEM MÉR ÞYKIR VÆNT UM  

GRÆÐIR er alhliða, lífrænt vottað, græðismyrsl án allra aukefna. Öflugt græðismyrsl sem hefur sýnt virkni á alls konar exem, á sóríasis, kláða, brunasár, sveppasýkingu, bleyjuútbrot, þurrkbletti og minniháttar sár. GRÆÐIR inniheldur öfluga blöndu af handtíndum, villtum, íslenskum lækningajurtum samkvæmt gamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar í margar kynslóðir.

 Gleðilega ást!