Kynning á Sóley Teyminu - Anna Rósa Parker

Anna Rósa Parker vinnur með Sóley teyminu sem Hugmynda- og Textasmiður 

Uppáhalds Sóley vörur og af hverju?

Birta serum er eitt það besta sem til er á markaðinum - ég nota það á allt andlitið, eða blanda tveimur dropum út í andlitskremið mitt. Birta augngel er lika öflugt. Ég nota Glóey andsslitskrúbbinn reglulega og Steiney er æðislegur maski, sem ég gef oft í gjafir - allir hrifnir.  

Hvað er vellíðan fyrir þér?

Andlegt jafnvægi - ég huga vel a taugakerfinum og heilanum. Að vera vel sofin og að skapa eitthvað skemmtilegt er gott fyrir mig. Ég verð líka að hreyfa mig vel og reglulega og hef mikla þörf fyrir að vera í rólegheitunum með fjölskyldunni minni. 

Hvað gerir þú um helgar?

Reyni að vinna ekki um helgar, sem tekst ekki alltaf þegar maður vinnur sjálfstætt. Finnst gott að lesa, horfa á bíomyndir, fara bað og gufu - einnig að fara í góða göngutúra með manninum mínum. Stundum hitti ég vinafólk á föstudagskvöldum og er svo bara í rólegheitunum um helgar - kaupi fersk blóm og elda eitthvað huggulegt. 

Besta ráð sem þú notar allt að daglega sem mamma þín gaf þér? 

Að búa um rúmið á morgnanna - og að samgleðjast með öðrum. Lífið er svo skemmtilegt þegar maður kann að gleðjast með velgengni annarra. 

Ertu með morgun rútínu?  

Ég vakna iðulega um sex leytið til að hugleiða eða skrifa í morgun dagbók, les í ca 15 min og er svo með alls kyns skrítið í gangi eins og t.d. að skola munninn með kókos olíu, drekk smá epla edek og síktrónu vatn, fer með gua sha stein yfir andlit og háls, o.fl. í þessum dúr.

Uppáhalds bók, bíomynd, eða leikrit?

Ég les svo mikið efni sem er vinnutengt, alls kyns frumkvöðla bækur og ákvað þess vegna að fara í gegnum Laxnes bækurnar mínar á þessu ári - er á Gerplu núna. Annars er uppáhalds höfundurinn minn Paul Auster. Það besta sem ég hef séð nýlega er Trouble in Mind á Broadway, og kvikmyndin King Richard

Umhverfisaðgerðir sem eru þér mikilvægastar?

Að endurvinna, endurnota og versla notað. Að vita hvaðan varan kemur. Ég held mig frá hraðtíksu og verlsa sjaldan en vandaða vöru. Ferðast mikið fótgangandi og nota hreinar snyrtivörur eins og Sóley

Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?

Þar sem ég bý meirihluta ársins í New York, þá elska ég allt við Ísland þegar ég er heima þ.á.m. fólkið mitt, vatnið okkar og ferska fiskinn. Íbúðin mín er rétt við höfnina og ég elska þá uppbyggingu og menningu. Annars finnst mér fátt betra en að vera í sveitinni og hef ég einstaka tengingu við Snæfellsnesið.  

Veitingastaður í uppáhldi?

Ég er svona bistro týpa, og fer mikið á Snaps á Íslandi og The Odeon í New York.